Vals-þema á þjálfaranámskeiði KSÍ

Það er ekki nóg með að við Valsarar eigum margt efnilegt íþróttafólk því það er líka bjart framundan í þjálfaramálunum, ekki síst ef marka má þjálfaranámskeiðið KSÍ C1 sem haldið var helgina 5.-6. febrúar, þar sem fimm Valsstúlkur námu fagið.

Þetta voru þær Glódís María Gunnarsdóttir, Jakobína Björk Jónasdóttir, Kolbrá Una Kristinsdóttir, Selma Dís Scheving og Sunna Xiao Björnsdóttir.

Ekki minnkaði Vals-þemað við að leiðbeinendurnir voru líka frá Hlíðarenda, þau Soffía Ámundadóttir og Eysteinn Hauksson.