Dagur, Daníel Emil og Víðir til úrtaksæfinga með U15

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U15 karla í knattspyrnu valdi á dögunum leikmenn sem koma saman til úrtaksæfinga dagana 23. -25. febrúar næstkomandi. 

Í hópnum eru fjórir Valsarar, þeir Dagur Thors, Daníel Hjaltalín Héðinsson, Emil Nönnu Sigurbjörnsson og Víðir Jökull Valdimarsson. 

Við óskum strákunum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum í næstu viku.