Glódís og Kolbrá í hópnum sem mætir Sviss

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U16 kvenna valdi á dögunum 20 leikmenn sem mæta Sviss í tveimur vináttuleikjum í febrúar.

Leikirnir fara báðir fram í Miðgarði í Garðabæ, sá fyrri er 23. febrúar kl. 12:00 og sá seinni 26. febrúar kl. 14:00. 

Í hópnum eru Valsararnir Glódís María Gunnarsdóttir og Kolbrá Una Kristinsdóttir, við óskum stelpunum góðs gengis í leikjunum og til hamingju með valið.