Aldís og Bryndís í úrtakshóp U19

Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfari U19 kvenna valdi á dögunum 26 leikmenn sem koma saman til æfinga dagana 24.-26. febrúar næstkomandi.

Æfingarnar fara fram í Skessunni í Hafnarfirði en næsta verkefni liðsins eru milliriðlar undankeppni EM 2022 og er Ísland þar í riðli með Englandi, Wales og Belgíu. 

Í hópnum eru tveir fulltrúar frá Val, þær Aldís Guðlaugsdóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir. Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.