Hólmar Örn Eyjólfsson til liðs við Val

Hólmar Örn Eyjólfsson er genginn til liðs við Val frá norska stórliðinu Rosenborg en er samningurinn til þriggja ára.

Hann hefur leikið með nokkrum stórliðum í Evrópu á sínum ferli, m.a. West Ham, Levski Sofia, Maccabia Hæfa og Vfl Bochum. 

Hólmar á að baki 19 leiki með A-landsliðinu og yfir 40 leiki með yngri landsliðum Íslands. 

Við bjóðum Hólmar hjartanlega velkominn að Hlíðarenda og óskum honum velfarnaðar hjá félaginu.