Appelsínugul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu

Æfingar utandyra:

Appelsínugul viðvörun verður í gildi frá klukkan 11-16 á höfuðborgarsvæðinu í dag. Æfingar utandyra á þessu tímabili falla því niður vegna veðurs.

Börn sem fara áttu með Valsrútunni á fótboltaæfingar fara ekki með rútunni og mikilvægt að þau séu sótt í frístundaheimili að vistunartíma loknum.

Fótboltaæfingar sem falla niður föstudaginn 25. febrúar:

  • 7. Flokkur kvenna (1.-2. b)
  • 6. Flokkur kvenna (3.-4. b)
  • 5. Flokkur kvenna (5.- 6. b)
  • 4. Flokkur kvenna (7.-8. b)
  • 6. Flokkur karla (3.-4. b)
  • 5. Flokkur karla (5.- 6. b)
  • 4. Flokkur karla (7.-8. b)

 

Æfingar innandyra skv. æfingtöflu

Æfingar fara fram samkvæmt æfingatöflu innandyra og Valsrútan mun ganga samkvæmt áætlun fyrir iðkendur sem eiga æfingar innandyra.

Þegar appelsínugul viðvörun er í gildi er nauðsynlegt að tryggja að börnum sé fylgt á æfingar og yfirgefi ekki íþróttastarfið nema í fylgd með forsjáraðilum.

Þar af leiðandi þurfa foreldrar að fylgja iðkendum (12 ára og yngri) til æfinga og sækja að æfingu lokinni, í dag föstudaginn 25. febrúar.