Fjórir Valsarar í æfingahóp U16 í mars

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 ára karla í knattspyrnu valdi á dögunum leikmannahóp sem kemur saman til æfinga dagana 7.-9. mars næstkomandi.

Í hópnum eru fjórir Valsarar, þeir Helber Josua Catano, Ísak Þór Gunnarsson, Tómas Johannessen og Víðir Jökull Valdimarsson.

Við óskum strákunum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.