3. flokkur kvenna Reykjavíkurmeistarar
Stelpurnar í 3. flokki kvenna urðu í gær Reykjavíkurmeistarar eftir öruggan 4-0 sigur á Fylki í lokaleik mótsins.
Stelpurnar unnu þrjá leiki í mótinu og gerðu tvö jafntefli og markatalan var 14:5.
Þriðji flokkur er skipaður stórum hópi mjög áhugasamra og metnaðarfullra leikmanna, sem verður gaman að fylgjast með á mótum sumarsins, sem og í framtíðinni.
Þjálfari liðsins er Magnús Haukur Harðarson.
Til hamingju með Reykjavíkurmeistaratitilinn stelpur - Áfram Valur!