Tvær KH stelpur léku fyrir Íslands hönd

KH kvenna átti tvo fulltrúa í 20 leikmanna hópi U-16 ára landsliðs Íslands í tveimur vináttuleikjum gegn Sviss. Leikirnir fóru fram í nýrri knattspyrnuhöll Stjörnunnar í lok febrúar.

Fyrri leikinn vann Ísland 4-1 en þær svissnesku náðu fram hefndum í síðari leiknum, 1-4. Fulltrúar KH í þessu verkefni voru þær Glódís María Gunnarsdóttir og Kolbrá Una Kristinsdóttir og skoraði Kolbrá síðasta markið í sigurleiknum. 

Það er mikill heiður að leika landsleiki og eftirminnileg og mikilvæg reynsla fyrir framtíðina. Að komast í landslið er uppskera mikillar vinnu og óskum við stelpunum til hamingju með sína uppskeru og sitt framlag, sem vonandi verður öllum iðkendum innblástur til frekari ástundunar.

(Hér má finna mynd af hóp þessa verkefnis): 

https://www.ksi.is/um-ksi/frettir/frettasafn/frett/2022/02/26/U16-kvenna-Byrjunarlidid-gegn-Sviss/