Bikarvika í handboltanum

Það verður sannkölluð handboltaveisla í vikunni þegar úrslitin í Coca Cola bikarinum ráðast og eru bæði kvenna- og karlalið Vals í eldlínunni.

Strákarnir ríða á vaðið  þegar þeir mæta FH-ingum á miðvikudaginn klukkan 18:00 á Ásvöllum en Valskonur leika svo daginn eftir, fimmtudagskvöldið klukkan 20:15 gegn ÍBV. 

Fjölmennum að Ásvöllum, mætum í rauðu og styðjum okkar lið í baráttunni um bikarmeistaratitlana -  Miðasala í stubb appinu!