Lið Vals leika til bikarúrslita um helgina

Kvenna- og karlalið Vals í handknattleik leika um helgina til úrslita í Coca Cola bikarnum í handknattleik.

Stelpurnar ríða á vaðið í sannkölluðum Reykjavíkurslag þegar þær mæta Fram klukkan 13:30. Strax í kjölfarið mæta strákarnir KA-mönnum þar sem flautað verður til leiks klukkan 16:00.

Báðir leikirnir fara fram að Ásvöllum í Hafnarfirði og eru stuðningsmenn hvattir til að fjölmenna, mæta í rauðu og styðja bæði lið til sigurs.

Miðasala fer fram í gegnum Stubb appið:

  • Aðgöngumiði fyrir fullorðna 2.500 kr 
  • Aðgöngumiði fyrir 6-16 ára 1.000 kr 

Mætum í rauðu - ÁFRAM VALUR!