Vís bikarinn undanúrslit: Valur - Þór Þ. í kvöld kl. 20:00

Það er skammt stórra högga á milli í bikarkeppnum sérsambandanna því Valur leikur gegn Þór frá Þorlákshöfn í kvöld, miðvikudaginn 16. mars í undanúrslitum Vís-bikar karla í körfuknattleik.

Leikurinn fer fram í Smáranum Kópavogi og verður flautað til leiks klukkan 20:00. Öll miðasala á leikinn fer fram í gegnum Stubb appið. 

Mætum í rauðu og styðjum strákana til sigurs!