Aldís og Bryndís með U19 til Englands

Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfari U19 kvenna í knattspyrnu valdi á dögunum lokahóp sem þtekur þátt í milliriðli fyrir undankeppni EM 2022.

Ísland er þar í riðli með Belgíu, Englandi og Wales en leiki verður í Englandi dagana 4. -13. apríl næstkomandi. Liðið sem endar í efsta sæti riðilsins fer beint áfram í lokakeppni EM. 

Í hópnum eru tveir Valsarar, þær Aldís Guðlaugsdóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir. Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis með liðinu.