Valur deildarmeistari í Olís deild karla 2022

Valur er deildarmeistari í Olísdeild karla eftir glæsilegan sigur á Selfyssingum í lokaumferð deildarkeppninnar í gær, sunnudaginn 10. apríl.
Valsmenn höfðu yfirhöndina í leiknum frá upphafi og óhætt að segja að þeir hafi aldrei stigið af bensíngjöfinni og enduðu leikar 26-38.
Með sigrinum tryggði Valur sér deildarmeistaratitilinn og er liðið nú handhafi Íslands, bikar- og deildarmeistaratitilsins í handbolta.
Það liggur því ljóst fyrir að Valur mun mæta Fram í átta liða úrslitum Íslandsmótsins en fyrsta umferðin verður leikin 21. og 22. apríl næstkomandi.
Mynd: Guðmundur Karl af mbl.is
