Meistarakeppni KSÍ og Besta deildin rúllar af stað eftir páska

Það er óhætt að segja að boltinn fari að rúlla eftir Páska þar sem kvennalið Vals í fótbolta leikur gegn Breiðablik í Meistarakeppni KSÍ þar sem Íslands- og bikarmeistara síðasta árs mætast. Leikurinn verður flautaður á klukkan 16:00 annan í Páskum.
Strax daginn eftir hefur karlalið Vals í fótbolta leik í Bestu deild karla þar sem liðið tekur á móti Eyjamönnum, þriðjudaginn 19. apríl klukkan 18:00 á Origo-vellinum.
Við minnum á að sala á árskortum félagsins er í fullum gangi en um er að ræða þrjár tegundir af kortum:
-
Fótboltakort
-
Valskort
-
Gullkort
Sala fer fram á þremur stöðum, á tix.is, í Stubbur appinu og á skrifstofu Vals milli 9 og 16 alla virka daga.
Kortið fæst afhent á skrifstofu Vals að kaupum loknum alla virka daga frá 9-16.
Smelltu hér til að ganga frá miðakaupum í gegnum tix.is
