Aðalfundur Vals 2022

Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Vals var haldinn í hátíðarsal félagsins í gær, fimmtudaginn 28. apríl að Hlíðarenda. 

Formannsskipti urðu í félaginu þar sem Árni Pétur Jónsson lét af formennsku og Lárus B. Sigurðsson tekur við. 

Þá urðu einnig breytingar á aðalstjórn félagsins þar sem Eva Halldórsdóttir, Kjartan Georg Gunnarsson og Hólmfríður Sigþórsdóttir létu af stjórnarstörfum og í staðinn komu þau Arna Grímsdóttir, Hörður Gunnarsson og Sigurlaug Rúnarsdóttir.

Fráfarandi formanni og stjórnarmeðlimum er þakkað fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins á sama tíma og við bjóðum nýja meðlimi velkomna til starfa.