Tvíhöfði að Hlíðarenda í kvöld

Það verður sannkölluð íþróttaveisla að Hlíðarenda í kvöld þar sem tvíhöfði verður i Origo-höllinni.

Fyrri leikur dagsins er fyrsti leikur Vals og KA/Þórs í undanúrslitum Olís deildar kvenna í handknattleik sem hefst klukkan 18:00. 

Klukkan 20:30 mætast svo körfuknattleikslið Vals og Tindastóls í fyrsta leik liðanna í úrslita-rimmu Subway deildar karla. 

Hamborgarar á grillinu og stemning í Fjósinu fyrir og á milli leikja. 

Búast má við margmenni á Hlíðarendasvæðinu frá klukkan 17:00 og bílastæði af skornum skammti. Til að tryggja bílastæði er best að taka tvíhöfða og mæta á báða leikina. Við bendum stuðningsfólki liðanna góðfúslega á nærliggjandi bílastæði í grennd við Hlíðarenda.