Fimm Valsarar í U16 hóp kvenna í handbolta

Guðmundur Helgi Pálsson og Dagur Snær Steingrímsson, þjálfarar U-16 ára landsliðs kvenna völdu á dögunum hóp sem leikur tvo æfingaleiki gegn Færeyjum í byrjun júnímánaðar.

Í hópnum eru fimm Valsarar, þær Arna Karitas Eiríksdóttir, Ásrún Inga Arnarsdóttir, Guðrún Hekla Traustadóttir, Kristbjörg Erlingsdóttir og Sólveig Þórmundsdóttir. Þá er Sara Lind Fróðadóttir til vara og til taks í æfingahóp liðsins. 

Við óskum stelpunum öllum góðs gengis í komandi verkefnum og hjartanlega til hamingju með valið.