Tvíhöfði að Hlíðarenda í kvöld

Það verður sannkölluð íþróttaveisla að Hlíðarenda í dag þar sem kvennalið Vals í handbolta og karlalið körfuboltans munu standa í stórræðum. 

Handboltinn ríður á vaðið þegar Valur tekur á móti KA/Þór í undanúrslitaeinvígi liðanna þar sem hvort lið hefur unnið eina viðureign. Leikurinn hefst klukkan 18:00 í Origo-höllinni og hvetjum við stuðningsmenn til fjölmenna og fer miðasala fram í Stubb appinu.

Klukkan 20:30 mætast svo lið Vals og Tindastóls í þriðju viðureign liðanna í úrslitum um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Uppselt er á leikinn og bendum við stuðningsfólki sem ekki tókst að tryggja sér miða að leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á stöð 2 sport.

Hamborgarar á grillinu og stemning í Fjósinu fyrir og á milli leikja. 

Búast má við margmenni á Hlíðarendasvæðinu frá klukkan 17:00 og bílastæði af skornum skammti. Til að tryggja bílastæði er best að taka tvíhöfða og mæta á báða leikina. Við bendum stuðningsfólki liðanna góðfúslega á nærliggjandi bílastæði í grennd við Hlíðarenda.