Miðasala á Oddaleik Vals og Tindastóls - UPPSELT
Miðasala fyrir stuðningsfólk Vals hefst í Origo-höllinni að Hlíðarenda klukkan 12:00 í dag. Fólk er beðið um að hafa Stubb appið tengt við símanúmer sem miðar verða sendir á.
Allir miðar eru seldir á 2.500 kr. en frítt er fyrir yngri iðkendur Vals sem skrá sig eins og á aðra leiki í gegnum Sportabler.
Það skal ítrekað að þetta er miðasala fyrir stuðningsfólk Vals - miðasala stuðningsfólks Tindastóls er á ábyrgð Tindastóls.