Aðkoma og bílastæði vegna oddaleiks í kvöld

Valur tekur á móti Tindastól í kvöld, miðvikudaginn 18. maí í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik.

Uppselt er á leikinn sem hefst klukkan 20:15 og ljóst að margmenni verður á Hlíðarendasvæðinu frá klukkan 17:00 í dag.

Bílastæði við Origo-höllina eru af skornum skammti og eru áhorfendur hvattir til að ganga, hjóla eða nýta sér deilihagkerfi og almenningssamgöngur.

Við bendum stuðningsfólki sem kemur akandi á nærliggjandi bílastæði í grennd við Hlíðarenda sem sjá má á myndinni hér að neðan.