Valur Íslandsmeistari í körfuknattleik karla 2022

Valur er Íslandsmeistari karla í körfuknattleik eftir 73-60 sigur á Tindastól í oddaleik liðanna sem fór fram að Hlíðarenda í gærkvöldi. 

Gestirnir frá Sauðárkróki byrjuðu leikinn betur og náðu 13-3 forystu í fyrsta leikhluta en Valsarar náðu að saxa á forskotið og fóru liðin til búningsherbergja í stöðunni 36-36. 

Valsarar komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og Pavel setti tóninn með tveimur þriggja stiga körfum í upphafi 3 leikhluta. Munurinn á liðunum var þó aldrei mikill fyrr en undir lok 4. leikhluta þar sem Valsarar sigu framúr og lönduðu öruggum sigri.

Maður leiksins var Hjálmar Stefánsson sem dróg vagninn með 24 stig og þar af 9 í röð í öðrum leikhluta og var Kári Jónsson valinn besti leikmaður úrslitakeppninar.

Við óskum öllum sem að liðinu standa hjartanlega til hamingju með árangurinn - Áfram hærra!

Mynd með frétt: Visir.is