Olís deild kk úrslit: Valur - ÍBV, í kvöld kl. 19:30

Það er skammt stórra högga á milli, því í kvöld fimmtudaginn 19. maí hefst úrslitarimma Vals og ÍBV þegar liðin mætast í Origo-höllinni að Hlíðarenda klukkan 19:30. 

Miðasala er í fullum gangi inn á Stubb appinu og hvetjum við stuðningsmenn til að fjölmenna og styðja við bakið á strákunum líkt og þeir gerðu við körfuboltaliðið í gær.