3. flokkur karla Íslandsmeistari í handbolta

3.flokkur karla vann á laugardaginn frábæran sigur á Haukum í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn (32-34) í háspennuleik sem fór fram að Varmá í Mosfellsbæ.

Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn en Valsmenn reyndust sterkari á lokasprettinum og unnu að lokum sterkan tveggja marka sigur.

Markaskor:
 • Breki Hrafn 12 
 • Dagur Fannar 8
 • Ísak Logi 5 
 • Tryggvi Garðar 4
 • Hlynur Freyr 2 
 • Þorvaldur Örn 2 
 • Daníel Örn 1

Haraldur Helgi varði 11 bolta í markinu og var Breki Hrafn valinn maður leiksins í leikslok.

Þá máttu stelpurnar í 4. flokki þola tap gegn Fram í hörkuleik sem endaði með sjö marka sigri Framara. Gott silfur gulli betra sagði einhver og árangur flokksins engu að síður frábær í vetur, deildarmeistarar í 1., 2. og 3.deild og annað sæti í Íslandsmóti.

Markaskor:

 • Guðrún Hekla 6 
 • Arna Karitas 3 
 • Katla Sigurþórs 2 
 • Sólveig 1 
 • Erla Sif 1

Arna Sif varði 12 og Hekla Soffía 2 bolta.