Olís deild kvenna úrslit: Valur - Fram, sunnudag kl. 19:30

Kvennalið Vals í handknattleik tekur á móti Fram þegar liðin mætast í fjórðu viðureign liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta klukkan 19:30 í Origo-höllinni að Hlíðarenda sunnudagskvöldið 29. maí.

Framara leiða einvígið 2-1 og það er því að duga eða drepast fyrir stelpurnar og hvetjum við stuðningsmenn til að fjölmenna að Hlíðarenda.

Miðasala sem fyrr á Stubbinum og einnig minnum við á að grillaðir verða hamborgarar fyrir leikinn - Áfram hærra!