Forskráning í rútuferð til Landeyjahafnar, ÍBV - Valur, leikur 4

Valur býður stuðningsmönnum upp á rútuferð gegn vægu gjaldi til Vestmannaeyja fyrir fjórða leik Vals og ÍBV laugardaginn 28. maí.
Rútufarið kostar einungis 2.000 og þarf að
greiða það með peningum/posa um leið og gengið er upp í rútuna á
laugardaginn.
Athugið að
mikilvæg er að búið sé að ganga frá miðakaupum á leikinn í gegnum
Stubb appið áður en gengið er frá skráningu í rútu. Jafnframt þurfa
farþegar að ganga frá miðakaupum í Herjólf, 13:15 til Eyja og 19:30
ferðin til baka.
Brottför frá Hlíðarenda klukkan 10:00 og lagt verður af stað til
baka af leik loknum.
* Börn eru alfarið á ábyrgð foreldra
