Valur er Íslandsmeistari í handbolta árið 2022

Valur er Íslandsmeistari í handbolta árið 2022 eftir magnaðan eins marks 30-31 sigur í Vestmannaeyjum í dag og þar með úrslitaeinvígið 3-1.

Valsmenn eru því deildar-, bikar- og Íslandsmeistarar eftir stórkostlegt tímabil og óskum við liðinu og öllum sem að því standa hjartanlega til hamingju með árangurinn.

Markaskor í leiknum:

Róbert Aron 6, Stiven 6, Magnús 4, Finnur 3, Arnór 2, Tjörvi 2, Benedikt 2, Þorgils 2, Einar 1, Vignir 1.

Björgvin Páll frábær með 15 bolta í markinu.