Barnabarn Ian Ross í heimsókn hjá 4. flokki

4. flokkur karla fékk heldur betur góða heimsókn nýverið þegar Toby Ross, barnabarn sjálfs Ian Ross, fyrrverandi þjálfara Vals ásamt Gabe, vini hans mættu á æfingar um nokkurra daga skeið.

Toby er dóttursonur "Roscoe" heitins en fjölskylda hans var í stuttri heimsókn hér á landi. Aðspurðir sögðust þeir báðir vera "fótboltaóðir" en Gabe er markvörður í akademíu Manchester City og talinn einn besti markmaður Englands á sínum aldri.

Strákarnir sýndu báðir frábæra takta og settu heldur betur svip sinn á æfingar 4. flokks.