Dagur, Hrafn og Höskuldur Tinni í æfingahóp U15

Haraldur Þorvarðarson og Halldór Jóhann Sigfússon þjálfarar U15 ára landsliðs karla í handknattleik völdu á dögunum hóp sem kemur saman til æfinga dagana 24. 26. júní næstkomandi.

Í hópnum eru þrír Valsarar, þeir Dagur Fannarsson, Hrafn Þorbjarnarson og Höskuldur Tinni Einarsson. Við óskum strákunum hjartanlega til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.