Fimm stelpur úr Val með U19 til Finnlands

Margrét Magnúsdóttir landsliðsþjálfari U-19 ára í fótbolta valdi á dögunum 20 manna hóp sem tekur þátt í tveimur vináttuleikjum gegn Finnum í Finnlandi dagana 20. - 25. júní næstkomandi.

Í hópnum eru fimm Valsarar, þær Bryndís Eiríksdóttir, Eva Stefánsdóttir, Aldís Guðlaugsóttir, Mikaela Nótt Pétursdóttir og Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir.

Við óskum stelpunum til hamingju með Valið og góðs gengis með liðinu ytra.