Líf og fjör í fyrstu viku sumarstarf Vals – Skráning á námskeið 2-6 í fullum gangi
Það var svo sannarlega líf og fjör í fyrstu viku sumarstarfs Vals þetta árið þegar námskeið fóru af stað síðastliðinn mánudag. Vel yfir 80 börn glæddu Valssvæðinu lífi þessa vikuna í sumarbúðum í borg og íþróttaskólum félagsins.
Fjörið heldur áfram í næstu viku og er skráning í námskeið næstu vikna í fullum gangi inn á skráningarsíðu félagsins www.sportabler.com/shop/valur
Opið fyrir skráningar í viku 2 - Í boði er:
- Sumarbúðir í borg (eftir hádegi)
- Knattspyrnuskóli (fyrir hádegi)
- Handboltaskóli (fyrir hádegi)
- Körfuboltaskóli (fyrir hádegi)
- Boltaskóli (fyrir hádegi, hægt að velja íþrótt)
Dagskrá í sumarbúðum í borg - Vika 2 | 20. - 24. júní
Mán // 20. júní
Hádegismatur: Plokkfiskur með rúgbrauði
Hljómskálagarðurinn - leikir, leiktæki og fjör.
Þri // 21. júní
Hádegismatur: Chilli con carne
Orð og mynd - Heimsókn á Ljósmyndasafn Rvk.
Léttur leikur sem felst í því að skoða ljósmyndir
Mið // 22. júní
Hádegismatur: Fiskbuff með hýðishrísgrjónum
Sundferð - Muna að taka með sér sundföt.
Fim // 23. júní
Hádegismatur: Skólanúðlur með kjúkling
Heimsókn á Árbæjarsafnið Byrjað er á léttri leiðsögn um safnsvæðið áður en krakkarnir fá að kynnast gömlum leikjum sem íslensk börn léku sér í á árum áður.
Fös // 24. júní
Hádegismatur: Pylsupartí
Heimsókn í Húsdýragarðinn.
Nánar: www.valur.is/sumarstarf
Skráning: www.sportabler.com/shop/valur
Heimasíða sumarstarfsins: www.valur.is/sumarstarf