Aron Dagur Pálsson til liðs við Handknattleiksliðs Vals

Aron Dagur Pálsson hefur skrifað undir tveggja ára
samning við Val en þessi 25 ára leikmaður kemur til
liðsins frá Elverum í Noregi þar sem hann varð Noregsmeistari á
dögunum. Aron er fjölhæfur leikmaður sem meðal annars hefur leikið
hefur með yngri landsliðum Íslands.
"Ég er mjög ánægður að hafa fengið Aron Dag til liðs við
okkur. Hann er öflugur og góður leikmaður sem getur leyst margar
stöður bæði í vörn og sókn og kemur til með að styrkja hópinn mikið
næsta keppnistímabil." sagði Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari
Vals eftir undirritun nú fyrir skömmu.
Við bjóðum Aron Dag hjartanlega velkominn í Val.
