Diddi hættir sem framkvæmdastjóri

Sigurður K. Pálsson (Diddi) mun hætta sem framkvæmdastjóri Vals í lok júlí.  Diddi hefur verið starfsmaður Vals frá því byrjun árs 2017 og síðstu ár gengt stöðu framkvæmdastjóra. Hann hefur því verið lykilstarfsmaður félagsins á síðustu árum, sem hafa verið mjög sigursæl fyrir félagið. 

Diddi vann m.a. gríðarlega góða vinnu fyrir félagið á erfiðum covid-tímum, og leiddi félagið í gengum þann tíma á mjög farsælan hátt. 

Við þökkum Didda fyrir frábær störf fyrir félagið og vonumst til að sjá hann áfram í Valsheimilinu á komandi tímum - Takk Diddi.

 

Fyrir hönd stjórnar Vals

Lárus Bl. Sigurðsson, formaður