Glódís og Kolbrá í byrjunarliði Íslands í fyrsta leik á Norðurlandamótinu
Valsararnir Glódís María Gunnarsdóttir og Kolbrá Una Kristinsdóttur eru báðar i byrjunarliði Íslands sem mætir Noregi klukkan 16:00 í fyrsta leik liðsins sem fer fram í dag á Norðurlandamótinu í knattspyrnu.
Ísland leikur þrjá leiki á mótinu, 1., 4. og 7. júlí. Vinni liðið Noreg fer það í undanúrslit 4. júlí um sæti 1-4. Tapi Ísland fer liðið í undanúrslit sama dag um sæti 5-8. Leikir um sæti fara svo fram 7. júlí.
Leikurinn verður í beinni útsendingu á vef KSÍ - https://www.ksi.is/ksi-tv/