Pistill frá 2. flokki kk: Viljum hjálpa leikmönnum liðsins að ná sínum persónulegu markmiðum
Á næstu vikum ætla þjálfarar yngri flokka í
knatttspyrnu að senda inn pistla um starfsemi flokkanna og skauta
yfir hvernig sumarið hefur farið af stað.
Annar flokkur karla ríður á vaðið en þar eru
þeir Hallgrímur Heimisson og Leon Pétursson þjálfarar
flokksins.
Um okkur
Ég (Hallgrímur Heimisson) og Leon Pétursson erum saman
aðalþjálfarar hjá 2. flokki karla hjá Val. Við tókum saman við
flokknum í Mars 2022. Að okkar mati teljum við okkur vera öflugt
teymi þar sem við erum með hlutverkin hvors annars á hreinu, virðum
skoðanir hjá hvorum öðrum og teljum okkur vinna hvorn annan
upp.
Hvernig gengur 2. flokki
Í augnablikinu gengur vel hjá okkur í 2. flokki. Við erum í
toppbaráttunni í deildinni og erum búnir að vinna undanfarna leiki
gegn öðrum toppliðum. Við erum einnig komnir í 8-liða úrslit í
bikar þar sem við munum mæta Haukum. Í 16-liða úrslitum slógum við
út Fjölni sem voru efstir í A-deildinni ósigraðir.
Einnig hafa fleiri leikmenn hjá okkur verið að fara inn á æfingar hjá Meistaraflokk Vals, og fleiri leikmenn fengið að spila hjá KH í 3. deildinni.
Einnig hafa fleiri leikmenn hjá okkur verið að fara inn á æfingar hjá Meistaraflokk Vals, og fleiri leikmenn fengið að spila hjá KH í 3. deildinni.
Hvaða verkefni er í gangi
1. Markmið liðsins: Komast upp í
A-deildina í fyrsta skipti í mjög langan tíma. Fara alla leið í
bikarnum.
2. Æfingakúltúr: Á æfingum viljum við færa umhverfið og viðmiðin nær meistaraflokki karla. Við viljum að leikmenn hugsi betur um sig hvað varðar æfingar, næringu og fleira. Mórall og góður liðsandi skiptir okkur máli. Við viljum að menn mæti tímalega á æfingar og búi til alvöru klefastemningu. Einnig viljum við að allur búnaður sé upp á TÍU. Að vera með nóg af boltum, keilum, vestum, mörkum og fleira á öllum æfingum.
3. Leikja-kúltúr: Við viljum tryggja að allir leikir hjá okkur séu teknir upp (á spiideo og veo). Einnig að þeir spili með Playertek vesti (GPS-vesti), þá geta leikmenn og þjálfarar fylgst með þeirra ákefð í leikjum. Svo skiptir okkur miklu máli að fá að spila heimaleikina okkar á sumrin á Origo-Vellinum. Einnig viljum fá sjúkratösku á bekkinn, tónlist fyrir leiki, og myndatökumenn til þess að mynda leikina. Ekki stórir þættir í lokin, en samt sem áður gerir það bæði umgjörðina mun betri og þá er eftirsóknarverðara að vera í yngri flokkum hjá Val.
4. Búa til leiðtoga/karaktera: Við erum með stóran og öflugan hóp. Það er mikil samkeppni hjá okkur og er það í raun fyrsta sinn hjá mörgum af þessum strákum sem þeir lenda í því. Okkar fyrsta hlutverk var því að búa til góða leiðtoga/karaktera og finna út hvernig leikmenn myndu bregðast við mótlæti t.d. við það að vera settir á bekkinn eða út fyrir hóp. Þetta er það fyrsta sem við lögðum áherslu á. Við viljum einnig að leikmenn okkar taki sjálfboðastörfum alvarlega eins og t.d dómgæslustörf og vera á börunum á meistaraflokks-leikjum
5. Gildi liðsins: Við viljum vera: skipulagðasta liðið, bestir varnarlega, vinnusamastir, besta liðsandann, besti aginn.
Það er betra að vera bestur á ákveðnum sviðum heldur en meðalgóður á öllum. Ef við verðum með þessa hluti í lagi út tímabilið þá munum við ná okkar markmiðum.
6. Markmið okkar þjálfara: Við þjálfarar erum með þau markmið að hjálpa leikmönnum liðsins að ná þeirra persónulegu markmiðum sem þeir settu sér fyrir tímabil, hvort sem það er að komast í atvinnumennsku, spila fyrir meistaraflokk, fara í USA-háskólabolta eða bara njóta þess að vera í góðum félagsskap. Fyrir tímabilið bjuggum við til leikmannaskýrslur fyrir alla leikmenn. Þar sögðu leikmenn liðsins frá sínum persónulegu markmiðum fyrir sumarið og framtíðina. Þannig gátum við fylgst með hvernig það gengi í sumar og reynt að hjálpa þeim að ná þeim, margir þeirra hafa nú þegar nú gert það.
Það sem við leggjum einnig mikla áherslu á er
það að okkar leikmönnum þyki það skemmtilegt, spennandi og líði vel
að spila fyrir 2. flokk Vals. Það á að vera eftirsóknarvert að
spila fyrir 2. flokk hjá stærsta liði landsins.
Áherslur í þjálfun
Það eru fjórir þættir sem við viljum tileinka okkur í
þjálfun: líkamlegi þátturinn, andlegi
þátturinn, félagslegi þátturinn, og taktíski þátturinn.
Við teljum að það skipti máli að vera ekki einungis að pæla í
líkamlega þættinum.
1. Hvað varðar líkamlega þátt leikmanna að þá leggjum við áherslu á: loftfirrt þol, loftháð þol, styrk, sprengikraft, snerpu, hraða, viðbragðshraða, og fleira.
2. Hvað varðar knattspyrnu-þættina á æfingum þá leggjum við áherslu á: Öflugan varnarleik, sóknarleik, skot, sendingar, móttökur, tækni, halda bolta innan liðs, knattrak, hreyfing án bolta og fleira.
1. Hvað varðar líkamlega þátt leikmanna að þá leggjum við áherslu á: loftfirrt þol, loftháð þol, styrk, sprengikraft, snerpu, hraða, viðbragðshraða, og fleira.
2. Hvað varðar knattspyrnu-þættina á æfingum þá leggjum við áherslu á: Öflugan varnarleik, sóknarleik, skot, sendingar, móttökur, tækni, halda bolta innan liðs, knattrak, hreyfing án bolta og fleira.
Fjöldi iðkenda
Í flokknum eru tæplega 30-35 strákar. Misjafnt er hversu margir
mæta á æfingar hjá okkur en yfirleitt mæta í kringum 20 strákar.
Einhverjir leikmenn eru á æfingum hjá meistaraflokk Vals, aðrir hjá
KH, og svo hinir hjá okkur í 2. Flokki.
Hvað einkennir hópinn:
Það sem einkennir þennan hóp er að þetta eru skemmtilegir og metnaðarfullir strákar. Ólíkir karakterar sem mynda góða liðsheild. Það eru fullt af hæfileikum í þessum hóp sem hægt er að gera að alvöru leiðtogum og knattspyrnumönnum ef það er farið rétt með þá.
Takk fyrir okkur
Hallgrímur Heimisson og Leon Pétursson
Þjálfarar hjá 2.flokki kk hjá Val