Pistill frá 3. flokki kv: Markmiðið er að búa til leikmenn fyrir framtíðina

Á næstu vikum ætla þjálfarar yngri flokka í knatttspyrnu að senda inn pistla um starfsemi flokkanna og skauta yfir hvernig gengið hefur á yfirstandandi tímabili. 

Annar flokkur karla reið á vaðið fyrir skömmu en við boltanum taka þjálfarar 3. flokks kvenna og má sjá pistilinn þeirra hér að neðan.

Um okkur

Ég kom í október 2021 til Vals eftir 2 ára dvöl hjá FH þar sem við urðum Íslandsmeistarar árið 2020 í 3. flokki. Ég byrjaði sem aðstoðarþjálfari en tók svo við flokknum í janúar eftir brotthvarf þáverandi þjálfara, Sveinn Þorkell kom inn til aðstoðar í kjölfarið og hefur samstarfið gengið frábærlega.

Hvernig gengur 3. flokki kvenna

A-liðið hefur spilað 2 lotur í Íslandsmótinu og hefur gengið verið upp og niður. Lota 2 spilaðist þannig að annað hvort vann liðið með minnsta mun eða tapaði með minnsta mun. B-liðið hefur spilað vel en úrslitin ekki verið eins góð og spilamennskan.

Hvaða verkefni er í gangi

  1. Markmið liðanna: A liðsins er að gera betur í lotu 3 og verða Íslandsmeistarar. Markmið B liðsins er að breyta töpum í sigra í takt við flotta spilamennsku.
  2. Æfingakúltur: Að öllum líði vel á æfingum og að æfingar sé markvissar, iðkenndur eru yfirleitt mættar út á völl 10-15 min fyrir æfingu. Liðsheild er númer 1 2 og 3 við erum ekki A og B lið heldur erum við eitt lið, Valur!
  3. Leikir: Byrjunarlið er tilkynnt daginn fyrir leik. Leikmenn eru mættir 75 min fyrir leik og lögðum saman í púkk fyrir tímabilið og keyptum hátalara til hámarka klefastemminguna. Allir leikir eru teknir upp og fá leikmenn leikina senda. Einnig höfum við tekið vissa leiki fyrir til að fínpússa áherslur þar sem við förum yfir það sem við gerum vel og líka þætti sem við getum bætt okkur í.
  4. Liðið: Við vinnum eftir sömu áherslum í A og B liðum. Leikmenn þekkja sín hlutverk innan vallar og utan vallar. Við spilum hápressu fótbolta tökum sénsa og þorum að spila eftir hugmyndum þjálfarans. Styðjum hvor aðra og hvetjum hvor aðra - alltaf allstaðar.
  5. Markmið þjálfara: Að búa til leikmenn fyrir besta lið landsins. Að búa til leikmenn fyrir framtíðina og hjálpa leikmönnum að ná sínum markmiðum.Við viljum vera mannlegir, gera mistök og læra af þeim. Búa til Valsara sem annaðhvort spila fyrir Val, mæta á völlinn og styðja, þjálfa eða dæma fyrir félagið.

Fjöldi iðkenda

Í heildina eru þetta 32 stelpur sem elska að spila fótbolta njóta þessa að vera saman og eiga það sameiginlegt að þær eru tilbúnar að leggja sig fram fyrir hvor aðra á æfingum og í leikjum.

Lokaorð

Við þurfum að hlúa að okkar yngri flokkum búa til kúltur sem trekkir aðra unga og efnilega leikmenn að.  Ég sem þjálfari vill búa til leikmenn fyrir Val sem félagið er tilbúið að nota því sá leikmaður er nægilega góður að spila fyrir Val óháð aldri. Gefum ungum leikmönnum samninga og höldum utan um þá. Verum sýnileg á samfélagsmiðlum og MONTUM okkur af afrekum leikmanna okkar t.d þegar kemur að landsliðsvölum og svo framvegis.

Áfram hærra!

Magnús Haukur Harðarson & Sveinn Þorkell Jónsson