Valur auglýsir laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra

Sérð þú þig stýra leiðandi íþróttafélagi?

Við leitum að drífandi stjórnanda sem mun ásamt öflugum hópi starfsfólks og sjálfboðaliða, tryggja markvissa og metnaðarfulla starfsemi eins framsæknasta íþróttafélags landsins. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í lifandi umhverfi þar sem reynir á leiðtogahæfileika og metnað. Framkvæmdastjóri Vals ber ábyrgð á daglegum rekstri félagsins og heyrir beint undir aðalstjórn Vals. 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Dagleg starfsemi félagsins, rekstur deilda og fjármál
  • Árleg stefnumótun, gerð rekstraráætlana og eftirfylgni með þeim
  • Uppbygging jákvæðrar menningar þar sem allir fá notið sinna styrkleika
  • Starfsmannahald, samskipti við stjórnir og sjálfboðaliða innan félagsins
  • Samvinna með deildum, m.a. í fjáröflun og vegna þjálfara- og leikmannasamninga
  • Yfirumsjón með leikdögum, mótum og viðburðum á vegum félagsins
  • Samskipti við sérsambönd og opinbera aðila
  • Umsjón stjórnarfunda og upplýsingagjöf

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Við leitum að einstaklingi sem:
  • Hefur brennandi áhuga á að vinna með fólki
  • Er afburða í samskiptum og hefur sterka leiðtoga- og skipulagshæfni
  • Hefur góða innsýn í og reynslu af stjórnun og rekstri
  • Hefur meiri áhuga á lausnum en vandamálum
  • Er sókndjarfur og drífandi og ávallt með góða skapið í för
  • Reynsla og þekking á íþróttastarfsemi og rekstri innan íþróttahreyfingarinnar er stór kostur.