Frábær árangur á Generation handball

Valur vann Generation Viborg Cup 2022 í flokki 15 ára stúlkna en mótinu lauk núna um helgina. Stelpurnar léku frábærlega í úrslitaleiknum á móti Vestmanna og urðu lokatölur 21-15 Val í vil. Í lok leiks var Laufey Helga Óskarsdóttir valin maður leiksins.

Þjálfari liðsins er Björn Ingi Jónsson og honum til aðstoðar voru Óskar Bjarni Óskarsson og Grétar Áki Andersen.

Í B-úrslitum í flokki 17 ára fóru bæði drengja- og stúlknalið félagsins alla leið í úrslit þar sem strákarnir fóru með sigur af hólmi en stelpurnar máttu þola tap.

Í flokki 15 ára drengja datt Valsliðið út í undanúrslitum en árangur félagsins engu að síður frábær á mótinu og framtíðin björt.