Thomas Ari og Víðir Jökull í U15 hópnum sem mætir Færeyingum
Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U15 karla í knattspyrnu valdi á dögunum leikmannahóp til þátttöku í tveimur æfingaleikjum sem verða spilaðir 15. - 19. ágúst næstkomandi gegn Færeyingum.
Í hópnum eru tveir drengir úr Val þeir, Thomas Ari Arnarsson og Víðir Jökull Valdimarsson og óskum við þeim góðs gengis og til hamingju með valið.