Ólafur Flóki á reynslu hjá Torino

Ólafur Flóki Stephensen leikmaður Vals, fæddur árið 2004 er þessa dagana á reynslu hjá ítalska liðinu Torino sem leikur í Serie A. Forráðamenn liðsins settu sig í samband við Val eftir að hafa fylgst með honum um hríð.

Flóki, sem er örvfættur bakvörður og 190 cm á hæð hefur verið partur af meistaraflokkshóp Vals í sumar, ásamt því að vera í lykilhlutverki hjá 2. flokki félagsins sem nú er á toppi B riðils Íslandsmótsins og í undanúrslitum bikarkeppninnar.