Yngri flokkar Vals - Skráning fyrir haustið opnar þriðjudaginn 23. ágúst

Skráning á haustnámskeið yngri flokka Vals opna þriðjudaginn 23. ágúst. Áætlað er að stundatöflur verðir birtar eftir helgi en beðið er eftir staðfestingu á aukatímum utan Hlíðarenda sem kemur í veg fyrir að hægt sé að birta töflurnar.

Valsrútan mun hefja göngu sína næstkomandi þriðjudag, sama dag og frístundaheimilin hefja starfsemi sína. Í fyrstu viku haustannar er iðkendum á frístundaaldri boðið að prófa Valsrútuna endurgjaldslaust. Eftir þann tíma þarf að ganga frá skráningu sem er forsenda þess að frístundaheimilin sendi börnin í rútuna og biðjum foreldra um að virða það.  Iðkendur verða ekki sendir í rútu nema skráningu sé lokið mánudaginn 29. september. Ef barn er að fara á æfingu sem hefst klukkan 14:30-15:00 þá er það  fyrri ferð en ef æfing hefst klukkan 15:30-15:50 þá er það  seinni ferð.   

Öll skráning fer fram í gegnum skráningarsíðu félagsins inn á: www.sportabler.com/shop/valur

Við erum spennt að hefja nýju önnina og hlökkum til að taka á móti iðkendum að nýju eftir sumarið.