Sandra, Elísa, Arna og Elín valdar í landsliðið

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari A-kvenna valdi á dögunum hópinn sem mætir Belarús og Hollandi í undankeppni HM 2023. Um er að ræða tvo síðustu leikina í riðlakeppni HM og mætir liðið Belarús á Laugardalsvelli 2. september og Hollandi ytra þann 6. september. 

Í hópnum eru fjórir leikmenn Vals þær Arna Sif Ásgrímsdóttir, Elín Metta Jensen, Elísa Viðarsdóttir og Sandra Sigurðardóttir markvörður.

Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis með landsliðinu í þessum mikilvægu leikjum en með sigri í fyrri leiknum getur Ísland tyllt sér á toppinn í riðlinum fyrir lokaleikinn gegn Hollendingum.

Mynd með frétt - fotbolti.net