Kvennalið Vals Mjólkurbikareistari 2022

Kvennalið Vals í fótbolta er bikarmeistari í knattstpyrnu árið 2022 eftir 1-2 sigur á Breiðablik. Bæði lið fóru varfærnislega inn í leikinn og var Valsliðið meira með boltann. Blikar komust yfir á 35. mínútu eftir vel útfærð skyndisókn og leiddu Blikar í hálfleik. 

Valskonur komu einbeittar til leiks í seinni hálfleik, sóttu stíft og pressuðu um allan völl sem skilaði að lokum marki á 54. mínútu leiksins en þar var að verki Cyera Hintzen.

Sigurmark leiksins koma svo á 74. mínútu en þá átti Ásdís Karen gott hlaup upp hægri kantinn og fékk góða fyrirgjöf frá Þórdísi Hrönn, Ásdís gerði allt rétt í kjölfarið og setti boltann örugglega framhjá markverði Blika. 

Þetta er í 14 skipti sem Valur hampar þessu titli og í fyrsta sinn síðan 2011 - Við óskum liðinu og öllum sem að því standa hjartanlega til hamingju.