Meistarakeppni HSÍ: Valur - KA, laugardag kl. 16:00

Handknattleikstímabilið hefst formlega um helgina þegar lið Vals og KA mætast í Meistarakeppni HSÍ laugardaginn 3. september. 

Leikurinn fer fram í Origo-höllinni að Hlíðarenda og hefst klukkan 16:00. 

Miðasala á leikinn fer fram á Stubb-appinu. 

Frá og með kl. 15:30 munu stelpurnar í 4. flokki kvenna bjóða uppá barnapössun í "gamla salnum" en þar geta öll börn spriklað fyrir leik og á meðan á leik stendur. Að auki mun Einar Aron töframaður vera með töfrasýningu inni í gamla sal í hálfleik fyrir unga sem aldna. Öll börn sem mæta á leikinn fá Corny frá okkar helsta styrktaraðila Innnes, á meðan birðgir endast.

Fyrir meðlimi Valssporsins bíður óvæntur glaðningur í Fjósinu, fyrir eða eftir leik. Þess má geta að meðlimir Valssporsins fá frítt inn á þennan leik. Nánar um Valssporið hér: valsfotsporid.is