Alexander Ingi valinn í hæfileikamótun KSÍ

Lúðvík Gunnarsson, yfirmaður í Hæfileikamótun N1 og KSÍ, valdi á dögunum leikmenn til æfinga í Hæfileikamótun dagana 14. - 16.september 2022. 

Í hópnum er Valsarinn Alexander Ingi Arnarsson sem hefur verið iðinn við kolann í markaskorun með yngri flokkum Vals í ár.  Æfingarnar fara fram í Miðgarði í Garðabæ og óskum við Alexander Inga góðs gengis og til hamingju með valið.