Handboltatvenna í kvöld og kótilettuhádegi kl. 12:00

Það verður sannkölluð handboltaveisla að Hlíðarenda í dag þar sem fyrsta tvenna vetrarins fer fram þar sem kvenna- og karlalið félagsins verða í eldlínunni.

Hitað verður upp með Kótilettuhádegi í Veislusal Vals klukkan 12:00 þar sem Fjósameistarinn og Jónas reiða fram hágæða Kótilettur fyrir litlar 2.590 kr. 

Valskonur ríða svo á vaðið klukkan 18:00 í hörkuleik gegn Haukum og fylgja Valsmenn eftir í kjölfarið þar sem þeir taka á móti spennandi nýliðum Harðar frá Ísafirði.

Miðasala í stubbur appinu og hamborgarar á grillinu fyrir leik. 

Nú standa yfir framkvæmdir við heimreið, gangstíga og bílastæði að Hlíðarenda sem hefur í för með sér töluverð áhrif á aðkomu áhorfenda.

Við bendum því þeim sem leggja leið sína að Hlíðarenda í kvöld á að nota nærliggjandi bílastæði í grennd við Hlíðarendasvæðið.