Undankeppni Meistaradeildarinnar: Valur - Slavia, miðvikudag kl. 17:00

Stelpurnar í meistaraflokki kvenna mæta í dag Slavia Praha í undankeppni Meistaradeildarinnar. Leikurinn fer fram á Origo-vellinum að Hlíðarenda og verður flautað til leiks klukkan 17:00. Frítt er á leikinn og hvetjum við stuðningsmenn til að fjölmenna og styðja stelpurnar til sigurs! Sækja þarf frímiða í gegnum Stubb-appið áður en komið er á völlinn.

Seinni leikurinn fer fram 28.september í Prag. Mætum á völlinn og styðjum stelpurnar til sigurs - áfram Valur!

Minnnum á að nú standa yfir framkvæmdir við heimreið, gangstíga og bílastæði að Hlíðarenda sem hefur í för með sér töluverð áhrif á aðkomu áhorfenda.

Við bendum því þeim sem leggja leið sína að Hlíðarenda í kvöld á að nota nærliggjandi bílastæði í grennd við Hlíðarendasvæðið.

Fyrir þá sem ekki komast á völlinn má finna beint streymi hér: 

https://play.spiideo.com/games/546669d6-b1d9-4331-ba96-bf6bac5f0ba5