Subway deild kv: Valur - Breiðablik, tímabilið fer af stað í kvöld kl. 20:15

Körfuboltatímabilið fer af stað í kvöld þegar kvennalið Vals mætir Breiðablik í fyrstu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta. 

Leikurinn hefst klukkan 20:15 og miðasala í fullum gangi inn á Stubb-appinu. 

Hvetjum stuðningsmenn til að fjölmenna og styðja stelpurnar til sigurs. 

Minnnum á að nú standa yfir framkvæmdir við heimreið, gangstíga og bílastæði að Hlíðarenda sem hefur í för með sér töluverð áhrif á aðkomu áhorfenda.

Við bendum því þeim sem leggja leið sína að Hlíðarenda í kvöld á að nota nærliggjandi bílastæði í grennd við Hlíðarendasvæðið.