Olís deild kk: Valur - KA, fimmtudag kl. 18:00

Valur tekur á móti KA þegar liðin mætast í fjórðu umferð Olís deildar karla í handknattleik fimmtudaginn 29. september. Leikurinn fer fram í Origo-höllinni að Híðarenda og hefst hann klukkan 18:00.

Miðasala er í fullum gangi inn á stubb-appinu og hvetjum við stuðningsmenn ti að fjölmenna. Fjósið opið og borgarar á grillinu fyir leik.

Minnum á að nú standa yfir framkvæmdir við heimreið, gangstíga og bílastæði að Hlíðarenda sem hefur í för með sér töluverð áhrif á aðkomu áhorfenda.

Við bendum því þeim sem leggja leið sína að Hlíðarenda að nota nærliggjandi bílastæði í grennd við Hlíðarendasvæðið.