2. flokkur karla bikarmeistari í knattspyrnu

2. flokkur karla í knattspyrnu varð í kvöld bikarmeistari í knattspyrnu eftir sigur á Keflvíkingum í framlengdum leik og bráðabana í vítaspyrnukeppni. 

Staðan eftir 90 mínútu var 1-1 og var það Tómas Ari Arnarsson sem gerði mark Vals en hann var svo aftur á ferðinni á 6. mínútu framlengingarinnar þegar hann kom Valsmönnum í forystu. Heimamenn jöfnuðu 10 mínútum síðar og grípa þurfti til vítaspyrnukeppni. 

Bæði lið brenndu af einni spyrnu af fyrstu fimm og réðust úrslit því í bráðabana þar sem Hilmar Starri Hilmarsson innsiglaði sigur Vals úr lokaspyrnunni.

Við óskum leikmönnum og þjálfurum hjartanlega til hamingju með titilinn.